Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. október 2017 06:00 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins, telur fyrirkomulag við meðferð hælisumsókna hér á landi á ystu nöf. Vísir/GVA Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira