Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. október 2017 06:00 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins, telur fyrirkomulag við meðferð hælisumsókna hér á landi á ystu nöf. Vísir/GVA Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira