Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Snærós Sindradóttir skrifar 9. júní 2017 23:30 Hafþór Júlíus Björnsson annar sterkasti maður í heimi. Vísir/Valli Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira