Ringulreið á safnstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2017 20:00 Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira