Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2017 20:30 Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15