Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2017 20:30 Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15