Utanríkisráðherra ósammála formanni utanríkismálanefndar um EFTA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 20:06 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/þórhildur Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“ Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“
Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira