Gerir athugasemdir við ummæli landlæknis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:51 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld. Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld.
Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12