Gerir athugasemdir við ummæli landlæknis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:51 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld. Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld.
Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12