Hvorki söngur né Li Shang í leikinni endurgerð af Múlan Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. mars 2017 10:35 Enginn Li Shang verður í endurgerðinni. Skjáskot/Disney Nýsjálenski leikstjórinn Niki Caro staðfesti í síðustu viku að hún muni leikstýra nýrri leikinni endurgerð af Disney teiknimyndinni Mulan. Í viðtali við vefinn Moviefone staðfesti hún orðróma um að endurgerðin verði ekki söngleikur, en upprunalega teiknimyndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist árið 1999. Sean Bailey, sem fer fyrir kvikmyndagerð Disney, sagði í samtali við Vulture að myndin verði meira í anda leikstjórans Ridley Scott, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Blade Runner og Gladiator. „Mulan er valdeflandi kvenhetjusaga en við getum líka gert eitt með þessari endurgerð, gert hana aðeins vöðvastæltari, sterkari, með smá Ridley Scott,“ sagði Bailey. Caro segir að endurgerðin verði „stórbrotin, stelpuleg bardagalista epík. Hún verður spennandi, skemmtileg og hrífandi.“Röð endurgerða Endurgerðin af Mulan er sú nýjasta í röð leikinna endurgerða af teiknimyndum hjá Disney. Nú á dögunum kom út endurgerð af Fríðu og Dýrinu og þá kom endurgerð af Skógarlífi út á síðasta ári. Meðal þeirra ástsælu teiknimynda sem Disney hyggst endurgera sem leiknar kvikmyndir eru Aladdín, Konungur ljónanna og Pétur Pan. Hlutverkalisti fyrir kvikmyndina lak nýverið á netið og hefur það vakið athygli að hlutverk Li Shang, herforingja herdeildar Mulan, er ekki á listanum. Þess í stað hefur verið lýst eftir leikara í hlutverk Chen Honghui, karlmanns á tvítugsaldri sem bætist í herdeild Mulan og verður einn helsti keppinautur hennar. Þessar breytingar á myndinni hafa ekki farið vel ofan í aðdáendur, sem fá ekki að heyra Li Shang syngja um að gera karlmenn úr hermönnum sínum.Wait a hot second, why is Captain Li Shang being replaced by this dude in the new #Mulan. First no music, now this. Grrr pic.twitter.com/tE17hM1G7p— Jo-Anne Rowney (@JoAnne_Rowney) March 19, 2017 pic.twitter.com/NuMVgvMvi4— Whit (@I_Slayy) March 19, 2017 Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýsjálenski leikstjórinn Niki Caro staðfesti í síðustu viku að hún muni leikstýra nýrri leikinni endurgerð af Disney teiknimyndinni Mulan. Í viðtali við vefinn Moviefone staðfesti hún orðróma um að endurgerðin verði ekki söngleikur, en upprunalega teiknimyndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist árið 1999. Sean Bailey, sem fer fyrir kvikmyndagerð Disney, sagði í samtali við Vulture að myndin verði meira í anda leikstjórans Ridley Scott, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Blade Runner og Gladiator. „Mulan er valdeflandi kvenhetjusaga en við getum líka gert eitt með þessari endurgerð, gert hana aðeins vöðvastæltari, sterkari, með smá Ridley Scott,“ sagði Bailey. Caro segir að endurgerðin verði „stórbrotin, stelpuleg bardagalista epík. Hún verður spennandi, skemmtileg og hrífandi.“Röð endurgerða Endurgerðin af Mulan er sú nýjasta í röð leikinna endurgerða af teiknimyndum hjá Disney. Nú á dögunum kom út endurgerð af Fríðu og Dýrinu og þá kom endurgerð af Skógarlífi út á síðasta ári. Meðal þeirra ástsælu teiknimynda sem Disney hyggst endurgera sem leiknar kvikmyndir eru Aladdín, Konungur ljónanna og Pétur Pan. Hlutverkalisti fyrir kvikmyndina lak nýverið á netið og hefur það vakið athygli að hlutverk Li Shang, herforingja herdeildar Mulan, er ekki á listanum. Þess í stað hefur verið lýst eftir leikara í hlutverk Chen Honghui, karlmanns á tvítugsaldri sem bætist í herdeild Mulan og verður einn helsti keppinautur hennar. Þessar breytingar á myndinni hafa ekki farið vel ofan í aðdáendur, sem fá ekki að heyra Li Shang syngja um að gera karlmenn úr hermönnum sínum.Wait a hot second, why is Captain Li Shang being replaced by this dude in the new #Mulan. First no music, now this. Grrr pic.twitter.com/tE17hM1G7p— Jo-Anne Rowney (@JoAnne_Rowney) March 19, 2017 pic.twitter.com/NuMVgvMvi4— Whit (@I_Slayy) March 19, 2017
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira