Hrútar verður endurgerð í Suður-Kóreu og Ástralíu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2017 14:30 Úr kvikmyndinni. Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög