Búið er að bera kennsl á lík manns sem fannst í Fossvogsdalnum um klukkan fjögur á þriðjudag. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.
Það voru vitni sem komu að líki mannsins í skurði við læk nálægt vinnusvæði í dalnum. Um er að ræða íslenskan karlmann á fertugsaldri en fyrst var greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Banamein mannsins liggur ekki fyrir en vonast er til að hægt verði að skera úr um það með krufningu.
Lögreglan segir að ekkert bendi til að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Verið sé að rannsaka hvað gerðist og meðal annars hvort um slys hafi verið að ræða.
Ekki er talið að langt hafi liðið frá andláti mannsins þar til hann fannst.
Búið að bera kennsl á mann sem fannst látinn í Fossvogsdal

Tengdar fréttir

Sími og skilríki nægja ekki lögreglu við rannsókn á líkfundi í Fossvogsdal
Þetta þarf að liggja alveg ljóst fyrir, segir lögregla.

Líkfundur í Fossvogsdal
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Fossvogsdalnum í Reykjavík.