Hinir grunuðu í einangrun til föstudags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:45 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna.
Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00