Söngskólinn í Reykjavík blankur og selur Snorrabraut 54 til hótelrekenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Stór lóð með möguleikum á meira byggingarmagni fylgir gamla Osta- og smjörsöluhúsinu sem nú er enn stefnt í nýtt hlutverk. vísir/Ernir „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
„Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira