Söngskólinn í Reykjavík blankur og selur Snorrabraut 54 til hótelrekenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Stór lóð með möguleikum á meira byggingarmagni fylgir gamla Osta- og smjörsöluhúsinu sem nú er enn stefnt í nýtt hlutverk. vísir/Ernir „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ segir Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík sem selt hefur húseign sína á Snorrabraut 54 eftir að hafa átt hana frá árinu 2002. Snorrabraut 54 er jafnan kennd við Osta- smjörsöluna sem var þar um áratuga skeið frá því húsið var reist árið 1929. Hönnuður þess er Einar Erlendsson húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholtsstræti 29 sem hýsti Borgarbókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni.Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.vísir/pjeturAðspurður segir Garðar Cortes að nýr eigandi þurfi að svara því hvaða hlutverk húsið fær að næsta ári liðnu. „En ég held að þarna sé hótelbólan enn þá í gangi.“ Ekki náðist tal af eigendum Sandhótels ehf. sem standa að kaupunum. Með aðalbyggingunni við Snorrabraut fylgir lágreist bakhús ofar í lóðinni. Fremra húsið er 987 fermetrar og bakhúsið 340 fermetrar og eignin samtals 1.327 fermetrar. Byggingarréttur sem leyfir stækkun á baklóðinni á Snorrabraut mun fylgja eigninni og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Þess má geta að í húsinu þar sem Söngskólinn var til húsa áður en hann var fluttur á Snorrabraut, Hverfisgötu 45, er nú rekið hótelið Reykjavik Residence. Garðar segir ástand Snorrabrautar 54 vera gott. „Við höfum haldið þessu við eins og við gátum,“ segir hann. Einn salurinn hafi þó verið látinn bíða varðandi viðhald vegna fjárskorts en annars sé allt í fínu standi. Bæði húsin séu í notkun.Snorrabraut 54 er svipfagurt steinhús byggt árið 1929 eftir teikningu Einars Erlendssonar sem síðar varð húsameistari ríkisins.vísir/ernirSöluverðið er ekki gefið upp en það mun vera hátt í 600 milljónir króna. Verðmætið hefur þá nær sexfaldast frá því Söngskólinn keypti húsið af OZ hf. fyrir 103 milljónir króna vorið 2002. „Þetta hefur staðið undir sér. En við vorum orðin skuldug og það var ekkert annað að gera,“ segir hann. Fasteignamat hússins er orðið tæpar 300 milljónir króna og fasteignagjöldin há eftir því. Að sögn Garðars er Söngskólinn í Reykjavík sjálfseignarstofnun sem stofnuð var fyrir 45 árum. „Við seljum en erum hér enn og megum við vera út næsta skólaár,“ segir hann. Ákvæði sé í samningnum um að báðir aðilar reyni að finna leið til þess að Söngskólinn geti síðan verið áfram í húsinu. „Það er ekkert víst að það takist og þá verðum við að leita annars staðar – og ég er alltaf með augun opin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira