Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 12:44 Brjóstahaldararnir sóma sér vel á girðingunni undir Eyjafjöllum. Anna Fríða Jónsdóttir Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent