Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 19:40 Í áliti dómnefndar segir að tillagan þyki sýna byggð með látlaust yfirbragð. Yrki arkitektar Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). Reykjavíkurborg stóð að keppninni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, Heklu og Reiti fasteignafélag, sem eru lóðhafar reitsins. Í áliti dómnefndar segir að tillagan þyki sýna byggð með látlaust yfirbragð, þar sem fíngerð randbyggð fellur vel að því byggðamynstri sem er í Holtunum. Þykir tillagan bjóða upp á mikinn sveigjanleika til frekari þróunar í sterku heildarsamhengi. Reykjavíkurborg og lóðhafar við Laugavegu 186-174 komust að samkomulagi í byrjun árs um tilfærslu á starfsemi Heklu af lóðinni. Þá lá einnig fyrir áhugi lóðarhafa Laugavegs 176 að auknum uppbyggingarmöguleikum. Í framhaldi hófst undirbúningur að skipulagssamkeppni um lóðina og nærliggjandi svæði með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu blandaðrar byggðar íbúðar, verslunar og annarrar atvinnustarfsemi ásamt þróunar á ásýnd Laugavegs yfir í borgargötu. Samkeppnissvæðið var afmarkað af Nóatúni til vesturs, Brautarholt og Skipholti til suðurs, Bolholti til austurs og Laugavegi til norðurs. Samkeppnin var skilgreind sem lokuð hugmyndasamkeppni og voru fimm teymi valin að undangengnu forvali. Það voru auk Yrki arkitekta, ASK arkitektar- Landmótun og Efla, Jjvantspijker architects (frá Hollandi), Henning Larsen Architects (frá Danmörku) og Batteríið arkitektar og að lokum Björn Ólafs, Daníel Ólafsson, Gunnar P. Kristinsson og Birgir Ö. Jónsson. „Tillögurnar fimm eru allar metnaðarfullar og í alla staði mjög frambærilegar og í flestum þeirra eru hugmyndir sem vert er að skoða nánar. Nafnleynd hvíldi yfir tillögum á meðan dómnefnd komst að niðurstöðu og ekki var vitað hver hinna fimm teyma ætti verðlaunatillöguna fyrr en nafnleynd var rofin að viðstöddum trúnaðarmanni,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í dómnefnd voru: Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfs og skipulagsráðs og formaður dómnefndar, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi, Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi, Friðbert Friðbertsson, f.h. lóðarhafa Heklu, Oddur Víðisson arkitekt, f.h. lóðarhafa Reita, Steve Christer, f.h. AÍ og Sigríður Magnúsdóttir, f.h. AÍ. Vinningstillöguna má sjá í skjali í viðhengi. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). Reykjavíkurborg stóð að keppninni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, Heklu og Reiti fasteignafélag, sem eru lóðhafar reitsins. Í áliti dómnefndar segir að tillagan þyki sýna byggð með látlaust yfirbragð, þar sem fíngerð randbyggð fellur vel að því byggðamynstri sem er í Holtunum. Þykir tillagan bjóða upp á mikinn sveigjanleika til frekari þróunar í sterku heildarsamhengi. Reykjavíkurborg og lóðhafar við Laugavegu 186-174 komust að samkomulagi í byrjun árs um tilfærslu á starfsemi Heklu af lóðinni. Þá lá einnig fyrir áhugi lóðarhafa Laugavegs 176 að auknum uppbyggingarmöguleikum. Í framhaldi hófst undirbúningur að skipulagssamkeppni um lóðina og nærliggjandi svæði með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu blandaðrar byggðar íbúðar, verslunar og annarrar atvinnustarfsemi ásamt þróunar á ásýnd Laugavegs yfir í borgargötu. Samkeppnissvæðið var afmarkað af Nóatúni til vesturs, Brautarholt og Skipholti til suðurs, Bolholti til austurs og Laugavegi til norðurs. Samkeppnin var skilgreind sem lokuð hugmyndasamkeppni og voru fimm teymi valin að undangengnu forvali. Það voru auk Yrki arkitekta, ASK arkitektar- Landmótun og Efla, Jjvantspijker architects (frá Hollandi), Henning Larsen Architects (frá Danmörku) og Batteríið arkitektar og að lokum Björn Ólafs, Daníel Ólafsson, Gunnar P. Kristinsson og Birgir Ö. Jónsson. „Tillögurnar fimm eru allar metnaðarfullar og í alla staði mjög frambærilegar og í flestum þeirra eru hugmyndir sem vert er að skoða nánar. Nafnleynd hvíldi yfir tillögum á meðan dómnefnd komst að niðurstöðu og ekki var vitað hver hinna fimm teyma ætti verðlaunatillöguna fyrr en nafnleynd var rofin að viðstöddum trúnaðarmanni,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í dómnefnd voru: Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfs og skipulagsráðs og formaður dómnefndar, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi, Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi, Friðbert Friðbertsson, f.h. lóðarhafa Heklu, Oddur Víðisson arkitekt, f.h. lóðarhafa Reita, Steve Christer, f.h. AÍ og Sigríður Magnúsdóttir, f.h. AÍ. Vinningstillöguna má sjá í skjali í viðhengi.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira