„Ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:33 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi á Bessastöðum nú í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00