Innlent

Karlarnir sex árum eldri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta er hið nýja þing í heild sinni.
Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Grafík/Gvendur
Meðalaldur nýkjörinna þingmanna er sex árum hærri en fyrirrennara þeirra. Konur að meðaltali yngri en karlarnir.

Meðalaldur nýrra þingmanna er 49 ár og tæpir sjö mánuðir. Í kosningunum í fyrra var meðalaldurinn rétt rúm 43 ár; yngsta þing frá 1934.

Meðalaldur karlkyns þingmanna er tæp 52 ár. Af 39 þingkörlum eru tíu yfir sextugu og fimm á fertugsaldri. Tólf raða sér á fimmtugsaldurinn og tólf á sextugsaldur. Smári McCarthy er yngsti karlkyns þingmaðurinn, 33 ára og átta mánaða, en Ari Trausti Guðmundsson sá elsti; 69 ára á árinu.

Meðalaldur þingkvenna er 45 ár og átta mánuðir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er áfram yngsti þingmaðurinn; 27 ára eftir mánuð. Tvær þingkonur undir þrítugu. Elst þingkvenna er Oddný Harðardóttir, rétt rúmlega sextug. Flestar þingkonur eru á fimmtugsaldri, tíu talsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×