Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 22:16 Ikea er í Garðabæ. Vísir/Anton Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira