Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 22:16 Ikea er í Garðabæ. Vísir/Anton Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira