Sakar fasteignasala um að spila inn á sektarkennd með „óforskömmuðu“ bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2017 12:00 Íbúar í Smárahverfi í Kópavogi fengu sent bréf fá fasteignasölunni Húsaskjóli sem innihélt ítarlega lýsingu á högum ókunnugrar fjölskyldu í húsnæðisleit. Vísir Auglýsing frá fasteignasala hjá fasteignasölunni Húsaskjóli hefur vakið athygli meðal íbúa í Smárahverfi í Kópavogi. Í auglýsingunni, sem íbúar götu í hverfinu fengu óumbeðna í bréfpósti, er högum ónafngreindrar fjölskyldu í húsnæðisleit lýst í smáatriðum. Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ og spila inn á tilfinningar.Gera ítarlega grein fyrir högum fjölskyldu í húsnæðisleit Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Húsaskjóli, skrifar undir auglýsinguna sem er í formi sendibréfs. Íbúi í Smárahverfi vakti athygli á innihaldi bréfsins í Facebook-færslu í gær en í bréfinu, sem stílað er á nafn viðtakenda, segir frá ónafngreindri, fjögurra manna fjölskyldu sem leitast nú eftir að kaupa stærra húsnæði í Smárahverfi. Bakgrunnur húsbóndans er sérstaklega rakinn í smáatriðum. „Hjónin hafa búið saman í Smárahverfinu í 8 ár en húsbóndinn hefur búið í hverfinu í 22 ár, alveg frá því að hann fluttist með foreldrum sínum í hverfið ungur að aldri og hóf skólagöngu í Smáraskóla,“ ritar Ásdís meðal annars. Þá segir í bréfinu að hjónin, sem leita að húsnæðinu, eigi tvö börn sem sækja skóla í Smárahverfi. Þar að auki er tilgreint að hjónin vinni bæði á Dalvegi í Kópavogi og allri fjölskyldunni líði „einstaklega vel í hverfinu.“ Fjölskyldan er sögð búa í „blokkaríbúð með 3 svefnherbergjum“ en vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í fjölskyldunni leiti hún nú að stærri eign, sem samræmist lýsingum á húsnæði viðtakenda bréfsins.Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ Í færslu á Facebook-síðu Húsaskjóls gerir íbúi í Smárahverfi, Gíslína Ólafsdóttir, harðorða athugasemd við bréf fasteignasalans. Hún segir Ásdísi „virkilega fara yfir strikið“ með auglýsingunni og að það sé enn fremur „óforskammað“ að senda póst sem lýsir högum ókunnugrar fjölskyldu á svo ítarlegan hátt. Þá biður Gíslína starfsfólk fasteignasölunnar að hugsa sinn gang en henni þykir bréfið spila inn á „sektarkennd“ og „vorkunn.“ „Held að þú og stofan þín ættuð aðeins að hugsa ykkar gang, heimili mitt er mitt og þegar, og ef, ég ákveð að selja það þá mun ég taka þá ákvörðun sjálf. Að þú vogir þér að reyna pikka og pota með þessu bréfi í þá ákvörðun mína eða reyna að koma því að hjá mér að selja heimilið mitt með því að, má segja, koma sektarkennd, vorkunn eða hvaða tilfinningu sem þetta bréf þitt á að spila inn á, finnst mér hreint út sagt forkastanlegt,“ skrifar Gíslína. Vísir hafði samband við fleiri íbúa í Smárahverfi sem einnig könnuðust við að hafa fengið sama bréf inn um sínar bréfalúgur. Íbúunum þótti sendingin einkennileg líkt og Gíslínu, sem síðar gagnrýndi hana á Facebook-síðu Húsaskjóls.„Bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar“ Í svari við færsluna á Facebook-síðu Húsaskjóls segir Ásdís að sér þyki leitt að hafa valdið Gíslínu óþægindum. „Mér þykir mjög leitt að hafa valdið þér óþægindum,“ skrifar Ásdís. „Tilgangur bréfsins var meira að vekja athygli á því að það væru kaupendur að leita að ákveðinni eign í Smárahverfi.“ Þá segir hún bréfinu hafa verið ætlað að koma í kring mögulegum eignaskiptum og það hafi enn fremur verið sent út að beiðni áðurnefndrar fjölskyldu. „Við höfum aðstoðað marga við að púsla saman svona eignaskiptum og að sjálfsögðu er engin krafa að viðkomandi selji hjá okkur, heldur eins og ég sagði, meira verið að vekja athygli á því að þessi möguleiki geti verið fyrir hendi. Við erum ekki með þig eða þína eign í neinum gagnagrunni heldur var bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar.“ Í samtali við Vísi í dag ítrekaði Ásdís enn fremur að fjölskyldan hefði sjálf viljað fá bréfið sent til móttakenda. Hún sagðist skilja að fólki þætti orðalag og efnistök bréfsins ef til vill of persónuleg en ætlunin hefði ekki verið að valda móttakendum bréfsins óþægindum. „Það er engan veginn meiningin að spila inn á tilfinningar fólks heldur erum við að reyna að losa um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Það sem við vorum að reyna að ná fram var að mynda ákveðinn trúverðugleika, að þetta væri alvöru fjölskylda.“Facebook-færslu Gíslínu og svar Ásdísar við athugasemdunum má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Auglýsing frá fasteignasala hjá fasteignasölunni Húsaskjóli hefur vakið athygli meðal íbúa í Smárahverfi í Kópavogi. Í auglýsingunni, sem íbúar götu í hverfinu fengu óumbeðna í bréfpósti, er högum ónafngreindrar fjölskyldu í húsnæðisleit lýst í smáatriðum. Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ og spila inn á tilfinningar.Gera ítarlega grein fyrir högum fjölskyldu í húsnæðisleit Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Húsaskjóli, skrifar undir auglýsinguna sem er í formi sendibréfs. Íbúi í Smárahverfi vakti athygli á innihaldi bréfsins í Facebook-færslu í gær en í bréfinu, sem stílað er á nafn viðtakenda, segir frá ónafngreindri, fjögurra manna fjölskyldu sem leitast nú eftir að kaupa stærra húsnæði í Smárahverfi. Bakgrunnur húsbóndans er sérstaklega rakinn í smáatriðum. „Hjónin hafa búið saman í Smárahverfinu í 8 ár en húsbóndinn hefur búið í hverfinu í 22 ár, alveg frá því að hann fluttist með foreldrum sínum í hverfið ungur að aldri og hóf skólagöngu í Smáraskóla,“ ritar Ásdís meðal annars. Þá segir í bréfinu að hjónin, sem leita að húsnæðinu, eigi tvö börn sem sækja skóla í Smárahverfi. Þar að auki er tilgreint að hjónin vinni bæði á Dalvegi í Kópavogi og allri fjölskyldunni líði „einstaklega vel í hverfinu.“ Fjölskyldan er sögð búa í „blokkaríbúð með 3 svefnherbergjum“ en vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í fjölskyldunni leiti hún nú að stærri eign, sem samræmist lýsingum á húsnæði viðtakenda bréfsins.Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ Í færslu á Facebook-síðu Húsaskjóls gerir íbúi í Smárahverfi, Gíslína Ólafsdóttir, harðorða athugasemd við bréf fasteignasalans. Hún segir Ásdísi „virkilega fara yfir strikið“ með auglýsingunni og að það sé enn fremur „óforskammað“ að senda póst sem lýsir högum ókunnugrar fjölskyldu á svo ítarlegan hátt. Þá biður Gíslína starfsfólk fasteignasölunnar að hugsa sinn gang en henni þykir bréfið spila inn á „sektarkennd“ og „vorkunn.“ „Held að þú og stofan þín ættuð aðeins að hugsa ykkar gang, heimili mitt er mitt og þegar, og ef, ég ákveð að selja það þá mun ég taka þá ákvörðun sjálf. Að þú vogir þér að reyna pikka og pota með þessu bréfi í þá ákvörðun mína eða reyna að koma því að hjá mér að selja heimilið mitt með því að, má segja, koma sektarkennd, vorkunn eða hvaða tilfinningu sem þetta bréf þitt á að spila inn á, finnst mér hreint út sagt forkastanlegt,“ skrifar Gíslína. Vísir hafði samband við fleiri íbúa í Smárahverfi sem einnig könnuðust við að hafa fengið sama bréf inn um sínar bréfalúgur. Íbúunum þótti sendingin einkennileg líkt og Gíslínu, sem síðar gagnrýndi hana á Facebook-síðu Húsaskjóls.„Bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar“ Í svari við færsluna á Facebook-síðu Húsaskjóls segir Ásdís að sér þyki leitt að hafa valdið Gíslínu óþægindum. „Mér þykir mjög leitt að hafa valdið þér óþægindum,“ skrifar Ásdís. „Tilgangur bréfsins var meira að vekja athygli á því að það væru kaupendur að leita að ákveðinni eign í Smárahverfi.“ Þá segir hún bréfinu hafa verið ætlað að koma í kring mögulegum eignaskiptum og það hafi enn fremur verið sent út að beiðni áðurnefndrar fjölskyldu. „Við höfum aðstoðað marga við að púsla saman svona eignaskiptum og að sjálfsögðu er engin krafa að viðkomandi selji hjá okkur, heldur eins og ég sagði, meira verið að vekja athygli á því að þessi möguleiki geti verið fyrir hendi. Við erum ekki með þig eða þína eign í neinum gagnagrunni heldur var bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar.“ Í samtali við Vísi í dag ítrekaði Ásdís enn fremur að fjölskyldan hefði sjálf viljað fá bréfið sent til móttakenda. Hún sagðist skilja að fólki þætti orðalag og efnistök bréfsins ef til vill of persónuleg en ætlunin hefði ekki verið að valda móttakendum bréfsins óþægindum. „Það er engan veginn meiningin að spila inn á tilfinningar fólks heldur erum við að reyna að losa um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Það sem við vorum að reyna að ná fram var að mynda ákveðinn trúverðugleika, að þetta væri alvöru fjölskylda.“Facebook-færslu Gíslínu og svar Ásdísar við athugasemdunum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira