Sakar fasteignasala um að spila inn á sektarkennd með „óforskömmuðu“ bréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2017 12:00 Íbúar í Smárahverfi í Kópavogi fengu sent bréf fá fasteignasölunni Húsaskjóli sem innihélt ítarlega lýsingu á högum ókunnugrar fjölskyldu í húsnæðisleit. Vísir Auglýsing frá fasteignasala hjá fasteignasölunni Húsaskjóli hefur vakið athygli meðal íbúa í Smárahverfi í Kópavogi. Í auglýsingunni, sem íbúar götu í hverfinu fengu óumbeðna í bréfpósti, er högum ónafngreindrar fjölskyldu í húsnæðisleit lýst í smáatriðum. Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ og spila inn á tilfinningar.Gera ítarlega grein fyrir högum fjölskyldu í húsnæðisleit Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Húsaskjóli, skrifar undir auglýsinguna sem er í formi sendibréfs. Íbúi í Smárahverfi vakti athygli á innihaldi bréfsins í Facebook-færslu í gær en í bréfinu, sem stílað er á nafn viðtakenda, segir frá ónafngreindri, fjögurra manna fjölskyldu sem leitast nú eftir að kaupa stærra húsnæði í Smárahverfi. Bakgrunnur húsbóndans er sérstaklega rakinn í smáatriðum. „Hjónin hafa búið saman í Smárahverfinu í 8 ár en húsbóndinn hefur búið í hverfinu í 22 ár, alveg frá því að hann fluttist með foreldrum sínum í hverfið ungur að aldri og hóf skólagöngu í Smáraskóla,“ ritar Ásdís meðal annars. Þá segir í bréfinu að hjónin, sem leita að húsnæðinu, eigi tvö börn sem sækja skóla í Smárahverfi. Þar að auki er tilgreint að hjónin vinni bæði á Dalvegi í Kópavogi og allri fjölskyldunni líði „einstaklega vel í hverfinu.“ Fjölskyldan er sögð búa í „blokkaríbúð með 3 svefnherbergjum“ en vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í fjölskyldunni leiti hún nú að stærri eign, sem samræmist lýsingum á húsnæði viðtakenda bréfsins.Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ Í færslu á Facebook-síðu Húsaskjóls gerir íbúi í Smárahverfi, Gíslína Ólafsdóttir, harðorða athugasemd við bréf fasteignasalans. Hún segir Ásdísi „virkilega fara yfir strikið“ með auglýsingunni og að það sé enn fremur „óforskammað“ að senda póst sem lýsir högum ókunnugrar fjölskyldu á svo ítarlegan hátt. Þá biður Gíslína starfsfólk fasteignasölunnar að hugsa sinn gang en henni þykir bréfið spila inn á „sektarkennd“ og „vorkunn.“ „Held að þú og stofan þín ættuð aðeins að hugsa ykkar gang, heimili mitt er mitt og þegar, og ef, ég ákveð að selja það þá mun ég taka þá ákvörðun sjálf. Að þú vogir þér að reyna pikka og pota með þessu bréfi í þá ákvörðun mína eða reyna að koma því að hjá mér að selja heimilið mitt með því að, má segja, koma sektarkennd, vorkunn eða hvaða tilfinningu sem þetta bréf þitt á að spila inn á, finnst mér hreint út sagt forkastanlegt,“ skrifar Gíslína. Vísir hafði samband við fleiri íbúa í Smárahverfi sem einnig könnuðust við að hafa fengið sama bréf inn um sínar bréfalúgur. Íbúunum þótti sendingin einkennileg líkt og Gíslínu, sem síðar gagnrýndi hana á Facebook-síðu Húsaskjóls.„Bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar“ Í svari við færsluna á Facebook-síðu Húsaskjóls segir Ásdís að sér þyki leitt að hafa valdið Gíslínu óþægindum. „Mér þykir mjög leitt að hafa valdið þér óþægindum,“ skrifar Ásdís. „Tilgangur bréfsins var meira að vekja athygli á því að það væru kaupendur að leita að ákveðinni eign í Smárahverfi.“ Þá segir hún bréfinu hafa verið ætlað að koma í kring mögulegum eignaskiptum og það hafi enn fremur verið sent út að beiðni áðurnefndrar fjölskyldu. „Við höfum aðstoðað marga við að púsla saman svona eignaskiptum og að sjálfsögðu er engin krafa að viðkomandi selji hjá okkur, heldur eins og ég sagði, meira verið að vekja athygli á því að þessi möguleiki geti verið fyrir hendi. Við erum ekki með þig eða þína eign í neinum gagnagrunni heldur var bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar.“ Í samtali við Vísi í dag ítrekaði Ásdís enn fremur að fjölskyldan hefði sjálf viljað fá bréfið sent til móttakenda. Hún sagðist skilja að fólki þætti orðalag og efnistök bréfsins ef til vill of persónuleg en ætlunin hefði ekki verið að valda móttakendum bréfsins óþægindum. „Það er engan veginn meiningin að spila inn á tilfinningar fólks heldur erum við að reyna að losa um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Það sem við vorum að reyna að ná fram var að mynda ákveðinn trúverðugleika, að þetta væri alvöru fjölskylda.“Facebook-færslu Gíslínu og svar Ásdísar við athugasemdunum má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Auglýsing frá fasteignasala hjá fasteignasölunni Húsaskjóli hefur vakið athygli meðal íbúa í Smárahverfi í Kópavogi. Í auglýsingunni, sem íbúar götu í hverfinu fengu óumbeðna í bréfpósti, er högum ónafngreindrar fjölskyldu í húsnæðisleit lýst í smáatriðum. Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ og spila inn á tilfinningar.Gera ítarlega grein fyrir högum fjölskyldu í húsnæðisleit Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Húsaskjóli, skrifar undir auglýsinguna sem er í formi sendibréfs. Íbúi í Smárahverfi vakti athygli á innihaldi bréfsins í Facebook-færslu í gær en í bréfinu, sem stílað er á nafn viðtakenda, segir frá ónafngreindri, fjögurra manna fjölskyldu sem leitast nú eftir að kaupa stærra húsnæði í Smárahverfi. Bakgrunnur húsbóndans er sérstaklega rakinn í smáatriðum. „Hjónin hafa búið saman í Smárahverfinu í 8 ár en húsbóndinn hefur búið í hverfinu í 22 ár, alveg frá því að hann fluttist með foreldrum sínum í hverfið ungur að aldri og hóf skólagöngu í Smáraskóla,“ ritar Ásdís meðal annars. Þá segir í bréfinu að hjónin, sem leita að húsnæðinu, eigi tvö börn sem sækja skóla í Smárahverfi. Þar að auki er tilgreint að hjónin vinni bæði á Dalvegi í Kópavogi og allri fjölskyldunni líði „einstaklega vel í hverfinu.“ Fjölskyldan er sögð búa í „blokkaríbúð með 3 svefnherbergjum“ en vegna fyrirhugaðrar fjölgunar í fjölskyldunni leiti hún nú að stærri eign, sem samræmist lýsingum á húsnæði viðtakenda bréfsins.Íbúi í Smárahverfi segir auglýsinguna „óforskammaða“ Í færslu á Facebook-síðu Húsaskjóls gerir íbúi í Smárahverfi, Gíslína Ólafsdóttir, harðorða athugasemd við bréf fasteignasalans. Hún segir Ásdísi „virkilega fara yfir strikið“ með auglýsingunni og að það sé enn fremur „óforskammað“ að senda póst sem lýsir högum ókunnugrar fjölskyldu á svo ítarlegan hátt. Þá biður Gíslína starfsfólk fasteignasölunnar að hugsa sinn gang en henni þykir bréfið spila inn á „sektarkennd“ og „vorkunn.“ „Held að þú og stofan þín ættuð aðeins að hugsa ykkar gang, heimili mitt er mitt og þegar, og ef, ég ákveð að selja það þá mun ég taka þá ákvörðun sjálf. Að þú vogir þér að reyna pikka og pota með þessu bréfi í þá ákvörðun mína eða reyna að koma því að hjá mér að selja heimilið mitt með því að, má segja, koma sektarkennd, vorkunn eða hvaða tilfinningu sem þetta bréf þitt á að spila inn á, finnst mér hreint út sagt forkastanlegt,“ skrifar Gíslína. Vísir hafði samband við fleiri íbúa í Smárahverfi sem einnig könnuðust við að hafa fengið sama bréf inn um sínar bréfalúgur. Íbúunum þótti sendingin einkennileg líkt og Gíslínu, sem síðar gagnrýndi hana á Facebook-síðu Húsaskjóls.„Bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar“ Í svari við færsluna á Facebook-síðu Húsaskjóls segir Ásdís að sér þyki leitt að hafa valdið Gíslínu óþægindum. „Mér þykir mjög leitt að hafa valdið þér óþægindum,“ skrifar Ásdís. „Tilgangur bréfsins var meira að vekja athygli á því að það væru kaupendur að leita að ákveðinni eign í Smárahverfi.“ Þá segir hún bréfinu hafa verið ætlað að koma í kring mögulegum eignaskiptum og það hafi enn fremur verið sent út að beiðni áðurnefndrar fjölskyldu. „Við höfum aðstoðað marga við að púsla saman svona eignaskiptum og að sjálfsögðu er engin krafa að viðkomandi selji hjá okkur, heldur eins og ég sagði, meira verið að vekja athygli á því að þessi möguleiki geti verið fyrir hendi. Við erum ekki með þig eða þína eign í neinum gagnagrunni heldur var bréfið sent út að beiðni fjölskyldunnar.“ Í samtali við Vísi í dag ítrekaði Ásdís enn fremur að fjölskyldan hefði sjálf viljað fá bréfið sent til móttakenda. Hún sagðist skilja að fólki þætti orðalag og efnistök bréfsins ef til vill of persónuleg en ætlunin hefði ekki verið að valda móttakendum bréfsins óþægindum. „Það er engan veginn meiningin að spila inn á tilfinningar fólks heldur erum við að reyna að losa um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Það sem við vorum að reyna að ná fram var að mynda ákveðinn trúverðugleika, að þetta væri alvöru fjölskylda.“Facebook-færslu Gíslínu og svar Ásdísar við athugasemdunum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent