Brjáluð ást á Barbados
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, er í fríi á Barbados yfir hátíðarnar og búinn að finna ástina ef marka má fallegar myndir af honum og rússnesku kærustunni sinni, Misska Kisska, á samfélagsmiðlum.Þau Róbert og Misska eru greinilega yfir sig hrifin og taka sig afar vel út á sínum fyrstu jólum saman.

Hæstaréttarlögmaður og hagfræðingur
Hæstaréttarlögmaðurinn Borgar Þór Einarsson fann ástina á árinu í örmum hagfræðingsins Sigríðar Mogensen.Borgar og Sigríður mættu til dæmis saman í brúðkaup poppsöngvarans Jóns Jónssonar og geislaði af þeim hamingjan.

Stöngin inn
Fótboltakempan og fjárfestirinn Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, felldu saman hugi á árinu.Þau Ríkharður og Edda eiga þrjú börn úr fyrri samböndum, hann eitt og hún tvö, og því líf og fjör á því heimili þar sem ástin býr.

Féll fyrir flugfreyju
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, er byrjaður með flugfreyjunni Grímu Björg Thorarensen, sem prýtt hefur skemmtilegar auglýsingar frá flugfélaginu.Nokkur aldursmunur er á parinu en Björg er fædd árið 1991 og Skúli árið 1968. Sannast því hið forkveðna: ástin spyr ekki um aldur.

Arnar og María
Athafnamaðurinn Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir, starfsmaður Arion banka, eru fallegt par. Þau hafa sést mikið saman að undanförnu og mættu til að mynda saman í brúðkaup fótboltakappans Arons Einars í sumar.
Trúlofuð
Friðrik Karlsson, tónlistarmaður og einn af meðlimum Mezzoforte, og Laufey Birkisdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Leilu Boutique, eru flott saman.Þau tóku árið með trompi og trúlofuðu sig þannig að líklegt er að stutt sé þar til þau innsigla ástina að eilífu.
Fyrirsæta og fótboltamaður
Fyrirsætan og verslunarstjórinn Andrea Röfn byrjaði með knattspyrnukappanum Arnóri Ingva Traustasyni á árinu.Arnór spilar með Malmö en kappinn vakti mikla athygli á EM í Frakklandi. Andrea er hins vegar mikill tískugúrú og ná þau Arnór afskaplega vel saman.