Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Snærós Sindradóttir skrifar 7. apríl 2017 06:00 Meirihluta þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að það verði samþykkt. Stjórnarandstaðan virðist ekki hörð á móti frumvarpinu svo andstaða nokkurra stjórnarliða skiptir litlu. vísir/ernir Frumvarp um jafnlaunavottun fær að öllum líkindum brautargengi á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarliðsins. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna eru efins um að frumvarpið nái utan um vandann eða að aðferðafræðin virki yfirhöfuð. Aftur á móti er ekki að merkja harða andstöðu gegn frumvarpinu á meðal stjórnarandstöðunnar. „Í prinsippinu styðjum við allt sem útrýmir kynbundnum launamun. Við þurfum bara að sjá hvort þetta sé árangursrík leið til þess,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd sem er líkleg til að fá frumvarpið til skoðunar þótt enn eigi eftir að úthluta því.Úr þingsalKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir þetta með Andrési. „Markmiðin eru góð en við erum ekki búin að taka neina afstöðu. Við eigum eftir að skoða hvort þetta nái þeim markmiðum sem verið er að leggja upp með og hvort við munum jafnvel þurfa að leggja til breytingar.“ Nokkrir þingmenn stjórnarliðsins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Það hefur þó lítil sem engin áhrif á framgang þess ef þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki beinlínis andvígir því. Aðeins meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum. Það er ekki að heyra á stjórnarandstöðunni að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu innan hennar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um kveður frumvarpið á um það að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem greiða körlum og konum jöfn laun fyrir sambærilega vinnu fá jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki að undirgangast ferlið á þriggja ára fresti en verði frumvarpið að lögum verða þau innleidd í þrepum yfir þriggja ára tímabil þar sem byrjað er á stærstu fyrirtækjunum. Fulltrúar minni fyrirtækja hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt það fela í sér óhóflegan kostnað fyrir fyrirtækin og að það sé of íþyngjandi.Smári McCarthy þingmaður Pírata. vísir/StefánSamkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Engir af stjórnarandstöðuflokkunum eru búnir að fara markvisst yfir frumvarpið. „Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Þegar verið er að ákveða hvaða fyrirtæki hljóti vottun eða ekki hlýtur að þurfa að mæla það út frá ákveðnum mælikvörðum. Ef þeir mælikvarðar eru á þann veg að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að fá vottun með einhverjum yfirborðskenndum aðgerðum í stað raunverulegra aðgerða, þá er það vandamál.“ Smári segist hafa áhyggjur af því að ef slíkar glufur verði í frumvarpinu fyrir fyrirtæki þá gæti það frekar viðhaldið launamun kynjanna í stað þess að minnka hann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Við munum ekki fara neitt ómálefnalega inn í þessa umræðu en við viljum fullvissa okkur um að þetta sé besta útfærslan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Frumvarp um jafnlaunavottun fær að öllum líkindum brautargengi á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarliðsins. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna eru efins um að frumvarpið nái utan um vandann eða að aðferðafræðin virki yfirhöfuð. Aftur á móti er ekki að merkja harða andstöðu gegn frumvarpinu á meðal stjórnarandstöðunnar. „Í prinsippinu styðjum við allt sem útrýmir kynbundnum launamun. Við þurfum bara að sjá hvort þetta sé árangursrík leið til þess,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Hann situr í allsherjar- og menntamálanefnd sem er líkleg til að fá frumvarpið til skoðunar þótt enn eigi eftir að úthluta því.Úr þingsalKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir þetta með Andrési. „Markmiðin eru góð en við erum ekki búin að taka neina afstöðu. Við eigum eftir að skoða hvort þetta nái þeim markmiðum sem verið er að leggja upp með og hvort við munum jafnvel þurfa að leggja til breytingar.“ Nokkrir þingmenn stjórnarliðsins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Það hefur þó lítil sem engin áhrif á framgang þess ef þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki beinlínis andvígir því. Aðeins meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu um frumvarpið þarf til að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum. Það er ekki að heyra á stjórnarandstöðunni að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu innan hennar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um kveður frumvarpið á um það að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Þau fyrirtæki sem greiða körlum og konum jöfn laun fyrir sambærilega vinnu fá jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki að undirgangast ferlið á þriggja ára fresti en verði frumvarpið að lögum verða þau innleidd í þrepum yfir þriggja ára tímabil þar sem byrjað er á stærstu fyrirtækjunum. Fulltrúar minni fyrirtækja hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt það fela í sér óhóflegan kostnað fyrir fyrirtækin og að það sé of íþyngjandi.Smári McCarthy þingmaður Pírata. vísir/StefánSamkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Engir af stjórnarandstöðuflokkunum eru búnir að fara markvisst yfir frumvarpið. „Í fljóti bragði er markmiðið gott í sjálfu sér en ég hef miklar áhyggjur af framkvæmdinni,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Þegar verið er að ákveða hvaða fyrirtæki hljóti vottun eða ekki hlýtur að þurfa að mæla það út frá ákveðnum mælikvörðum. Ef þeir mælikvarðar eru á þann veg að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að fá vottun með einhverjum yfirborðskenndum aðgerðum í stað raunverulegra aðgerða, þá er það vandamál.“ Smári segist hafa áhyggjur af því að ef slíkar glufur verði í frumvarpinu fyrir fyrirtæki þá gæti það frekar viðhaldið launamun kynjanna í stað þess að minnka hann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Við munum ekki fara neitt ómálefnalega inn í þessa umræðu en við viljum fullvissa okkur um að þetta sé besta útfærslan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira