Fannar, sem er stofnandi fyrirtækisins Matar Kompaní, segir fólk vera farið að gera auknar kröfur til matarins sem það fær í hádeginu. „Fólk er orðið þreytt á að borða til dæmis hefðbundið gúllas með pakkakartöflumús og frosnu grænmeti. Mötuneytismatur þarf ekki að vera bragðlaus og óspennandi. Að labba inn í mötuneyti í vinnunni og hugsa í leiðinni „jæja, ætli þetta sé ætt?“ er ekki það sem maður vill. Í hádegismatartímanum á maður að ná að slaka á og hlakka til að borða bragðgóðan og næringarríkan mat,“ segir Fannar.

fyrir fjóra
60 g lambagúllas eða læri skorið í bita
3 msk. karrý
1 msk. túrmerik
2 msk. kúmen
1 msk. kardimommuduft
3 msk. hunang
Salt eftir smekk
400 ml kókosmjólk
200 ml vatn
Kjötið er brúnað í potti með smá ólífuolíu þar til fallegur litur næst. Öllum þurrkryddum blandað við og vökvanum.
Leyft að malla á lágum hita í klukkutíma, svo er grænmeti bætt í og leyft að malla í 30 mínútur til viðbótar.
Grænmetisblanda
1 stk. sellerírót
2 stk. rauðrófur
Mangósalsa
2 mangó, skorin í teninga
5 tómatar skornir í teninga
1 hnefi kóríander skorið smátt
3 lime, börkur og safi
Salt eftir smekk
Jógúrtsósa
200 g grísk jógúrt
2 msk. hvítlauksolía
1 msk. hunang
Salt eftir smekk
Flatbrauð
250 g hveiti
2 tsk. brúnn sykur
1 tsk. salt
1 tsk. ger
110-150 ml vatn
1 msk. kókosolía
Blanda öllu saman, láta standa í 1,5 tíma móta svo stærðir og fletja út. Brauðið er grillað eða pönnusteikt