Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu. Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu.
Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09