Nauðsynlegt að fara í uppbyggingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2017 20:51 Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22