Óttast um heilsuna vegna sóðaskapar í Arnarholti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 20:00 Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við. Þeir Mahamud Abib Mahamud og Osman Abdifatah Osman eru hælisleitendur hér á landi og dvelja í Arnarholti, búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar, ásamt rúmlega áttatíu öðrum. Mahamud, sem kemur frá Sómalíu, var nýlega sviptur ríkisborgararétti í Noregi og vísað úr landi eftir 17 ára búsetu þar en norsk yfirvöld báru fyrir sig að hann hafi ekki gefið upp rétt föðurland á umsókn sinni um stöðu flóttamanns þar árið 2000 þegar hann var 14 ára gamall. Nýlega sótti hann um hæli á Íslandi en mál hans hefur vakið talsverða athygli bæði hér á landi og í Noregi. Osman er 18 ára gamall og kemur einnig frá Sómalíu. Nýlega synjun um hæli í Svíþjóð og flúði hingað eftir að hann fékk upplýsingar um að það ætti að senda hann aftur til heimalandsins.„Arnarholt er helvíti á jörðu“ Bæði Osman og Mahamud dvöldu fyrst í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, áður en þeir voru sendir í Arnarholt á miðvikudaginn. „Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum. Það eru mikil óhreinindi hér. Daginn sem við komum fengum við ekkert til að elda. Eldhúsið var mjög skítugt, mikið af myglusvepp, það tók okkur meira en fimm tíma að þrífa herbergið sem við fengum. Sem heilbrigðisstarfsmaður þekki ég afleiðingar þess að dvelja í slíku rými,“ segir Mahamud. „Þetta er ekki gott fyrir heilsuna og ég er heilsutæpur,“ segir Osman. Þeir segja að þrátt fyrir það að þeir reyni að þrífa séu áttatíu aðrir sem búi í húsinu. Ástandið sé óbærilegt. Búsetuúrræðið í Bæjarhrauni hafi verið allt annað. „Það húsnæði er mjög gott.Það er mjög hreint og gott að búa þar,“ segir Oswan. „Yfirvöld vita ekki hvað er að gerast í Arnarholt. Arnarholt er helvíti á jörðu. Ég hef aldrei séð stað sem líkist þessum stað,“ segir Mahamud. Öryggisvörður er í Arnarholti allan sólarhringinn og hefur eftirlit með því að íbúar fylgi almennum húsreglum. Þeir segja að verðirnir spái lítið sem ekkert í þrifnaði. Mahamud lýsir því að viðmót þeirra sé slæmt ef kvartað er. „Þeir segja að ég sé ókurteis. Þeir segja: Haldir þú áfram að kvarta svona munum við senda skýrslu til Útlendingastofnunar. Þeir hóta mér en ég þekki rétt minn. Ég mun því berjst fyrir mínu.“ Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun kemur fram að íbúar sjái sjálfir um þrif á eigin vistarverum og að þeim beri að ganga vel um í sameiginlegum rýmum. Þau rými séu þrifin af þjónustufyrirtæki 3 sinnum í viku. Stofnunin hafi hins vegar fengið kvartanir vegna óþrifnaðar. Aldrei sé hægt að brýna of oft fyrir íbúum hve nauðsynlegt það sé að allir gangi vel um. Stofnunin muni fara yfir það með samstarfsaðilum sínum hvort bregðast þurfi sérstaklega við ábendingunum. „Við erum flóttamenn og verðum að sætta okkur við stöðu okkar. En það eru takmörk fyrir því hvað maður sættir sig við. Þetta viljum við segja þjóðinni.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa frétt. Vísir biður lesendur að vera málefnalegir og sýna kurteisi í athugasemdakerfinu.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira