Stendur ekki til að malbika malarstæði Landspítalans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Bílastæðið var í slæmu ástandi á mánudag þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/ernir Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira