Misskilningur ástæða þess að auglýsingarnar fengu að rísa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda