Nýtt riðusmit í Svarfaðardal reiðarslag fyrir íbúa í sveitinni Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Riða fannst í sláturfé frá Urðum en MAST rannsakar þúsundir sláturgripa árlega til að stemma stigu við riðuveiki sem er afar hvimleiður sjúkdómur í sauðfé hér á landi. vísir/eyþór Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira