Fjöldi áhyggjufullra farþega hefur sett sig í samband við Samgöngustofu Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 19:32 Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Vísir/Eyþór „Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Fólk hefur auðvitað verið að spyrjast fyrir og hefur haft áhyggjur af því að peningarnir sem liggja í flugmiðunum þeirra séu tapaðir,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, um þá sem hafa sett sig í samband við stofnunina vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Verkfallið hófst í gær og er talið hafa áhrif á flug tíu þúsund farþega á degi hverjum. Þórhildur segir töluverðan fjölda fyrirspurna hafa borist Samgöngustofu frá áhyggjufullum farþegum. Hún segir ágætt að geta sagt þessum farþegum frá því að þeir eiga rétt á að fá annað far með Icelandair, far með öðrum flugfélagi á áfangastaðinn eða andvirði flugmiðans endurgreitt. Um sé að ræða samkomulag á milli farþegans og flugrekandans hvaða möguleiki verður fyrir valinu en þessi réttindi flugfarþega eru tryggð í Evrópureglugerð. „Þetta á að vera valkvætt fyrir farþegann ef fluginu hans er aflýst vegna verkfalls eða vegna atburða sem eru ekki álitnir ófyrirsjáanlegir en það gildir öðru máli ef tafir eða aflýsingar verða vegna ófyrirséðra atburða. Svo á farþeginn rétt á ákveðinni þjónustu til viðbótar ef hann er kominn út á flugvöll,“ segir Þórhildur en þar á meðal eru máltíðir, hótelgisting og símtöl í boði flugfélagsins. Farþegar geta átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandinn getur ekki haft stjórn á þá falla skaðabæturnar niður. Ef um er að ræða verkfall starfsfólks flugrekandans sjálfs, eins og tilviki verkfalls flugvirkja Icelandair, þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við Vísi um liðna helgi að komið yrði til móts við farþega og að stefna Icelandair væri að gera allt sem hægt er til aðstoða farþega.Hægt er að fræðast nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair lækka flugið Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum. 18. desember 2017 10:55
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45