Sigur Rós sendir andstæðingi hinseginréttinda tóninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 15:45 Jónsi í Sigur Rós er ekki ánægður með Margaret Court. Vísir/AFP Hljómsveitin Sigur Rós hefur svarað fordómafullum ummælum ástralsks prests, og fyrrum tennisstjörnu, með skilaboðum sem sveitin lét prenta á boli. Presturinn fordæmdi samkynja hjónabönd í maí síðastliðnum en hljómsveitin lét útbúa bolina sérstaklega fyrir tónleikaferð sína um Ástralíu nú í júlí. Listamaðurinn Andrew Rae hannar bolina en framan á þeim sjást tvö pör, tvær konur annars vegar og tveir karlmenn hins vegar, sem halda sín á milli á giftingarhringum. Þá sjást bæði íslenski og ástralski fáninn á bolunum, auk ýmissa kyngervismerkja og annarra skreytinga. Fyrir miðju á bolnum stendur á íslensku „Sameinuð stöndum vér.“ Margaret Court, sem þekktust er fyrir farsælan tennisferil, starfar nú sem prestur í borginni Perth í Ástralíu. Hún vakti athygli með ummælum sínum í maí síðastliðnum þegar hún fordæmdi flugfélagið Quantas fyrir að styðja samkynja hjónabönd. Hún bætti einnig um betur með fleiri ummælum, lituðum af fordómum í garð samkynhneigðra. Í tilkynningu, sem Sigur Rós birti á Facebook-síðu sinni, segir að sveitin hafi fyrirskipað gerð bolanna sérstaklega fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Bolirnir séu framleiddir vegna ummæla Margaret Court, starfandi prests og fyrrum tennisstjörnu, en sveitin mun spila á leikvangi nefndum í höfuðið á henni í lok júlí. „Við vitum að skoðanir Margaret Court eru ekki algildar í Ástralíu. Við viljum bæta rödd okkar við ákall fyrir jöfnun réttindum til hjónabands í Ástralíu – akkúrat hérna á Margaret Court Leikvanginum sjálfum,“ segir í tilkynningunni frá sveitinni. Ágóði af sölu bolanna mun renna til góðgerðarsamtaka sem berjast fyrir lögleiðingu samkynja hjónabanda í Ástralíu. Sigur Rós mun spila á Margaret Court-leikvanginum þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós hefur svarað fordómafullum ummælum ástralsks prests, og fyrrum tennisstjörnu, með skilaboðum sem sveitin lét prenta á boli. Presturinn fordæmdi samkynja hjónabönd í maí síðastliðnum en hljómsveitin lét útbúa bolina sérstaklega fyrir tónleikaferð sína um Ástralíu nú í júlí. Listamaðurinn Andrew Rae hannar bolina en framan á þeim sjást tvö pör, tvær konur annars vegar og tveir karlmenn hins vegar, sem halda sín á milli á giftingarhringum. Þá sjást bæði íslenski og ástralski fáninn á bolunum, auk ýmissa kyngervismerkja og annarra skreytinga. Fyrir miðju á bolnum stendur á íslensku „Sameinuð stöndum vér.“ Margaret Court, sem þekktust er fyrir farsælan tennisferil, starfar nú sem prestur í borginni Perth í Ástralíu. Hún vakti athygli með ummælum sínum í maí síðastliðnum þegar hún fordæmdi flugfélagið Quantas fyrir að styðja samkynja hjónabönd. Hún bætti einnig um betur með fleiri ummælum, lituðum af fordómum í garð samkynhneigðra. Í tilkynningu, sem Sigur Rós birti á Facebook-síðu sinni, segir að sveitin hafi fyrirskipað gerð bolanna sérstaklega fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Bolirnir séu framleiddir vegna ummæla Margaret Court, starfandi prests og fyrrum tennisstjörnu, en sveitin mun spila á leikvangi nefndum í höfuðið á henni í lok júlí. „Við vitum að skoðanir Margaret Court eru ekki algildar í Ástralíu. Við viljum bæta rödd okkar við ákall fyrir jöfnun réttindum til hjónabands í Ástralíu – akkúrat hérna á Margaret Court Leikvanginum sjálfum,“ segir í tilkynningunni frá sveitinni. Ágóði af sölu bolanna mun renna til góðgerðarsamtaka sem berjast fyrir lögleiðingu samkynja hjónabanda í Ástralíu. Sigur Rós mun spila á Margaret Court-leikvanginum þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira