Ekki ráðlegt að fara í sjósund í Nauthólsvík vegna saurgerlamengunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:09 Sjósundkappar í Nauthólsvík eru beðnir um að halda sig á þurru landi í dag. Vísir/Anton Brink Há gerlatala í Nauthólsvík vekur athygli í bráðabirgðaniðurstöðum úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Niðurstöðurnar eru þó að öðru leyti í samræmi við niðurstöður undanfarinna daga. Þetta segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Allar líkur eru á að um sé að ræða einstakt tilfelli en Heilbrigðiseftirlitið getur þó ekki mælt með sjósundi í dag og biður fólk um að fylgjast með frekari niðurstöðum sem verða birtar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið fylgist nú grannt með saurgerlamengun við strandlengjuna vegna bilunar sem varð í skólpdælustöð við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur í júní síðastliðnum. Enn hefur ekki verið komið í veg fyrir bilunina. Þá segir í fréttinni að einungis sé um eitt sýni frá því í gær að ræða. Sýnataka var endurtekin í dag en niðurstöður úr henni verða birtar á morgun, 15. júlí, eða um leið og þær berast. Þessar nýjustu niðurstöður eru frábrugðnar þeim niðurstöðum sem borist hafa en náið verður fylgst með þróun á svæðinu. Niðurstöður fyrir Nauthaulsvík nú eru ekki í samræmi við aðrar niðurstöður frá sýnatökustöðum í nágrenninnu en í Nauthólsvík mældust um 1000 saurkólígerlar í 100 millílítrum. Bent er á að gerlafjöldi á sýnatökustað við enda flugbrautar er 1/100 ml. Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Há gerlatala í Nauthólsvík vekur athygli í bráðabirgðaniðurstöðum úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Niðurstöðurnar eru þó að öðru leyti í samræmi við niðurstöður undanfarinna daga. Þetta segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Allar líkur eru á að um sé að ræða einstakt tilfelli en Heilbrigðiseftirlitið getur þó ekki mælt með sjósundi í dag og biður fólk um að fylgjast með frekari niðurstöðum sem verða birtar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið fylgist nú grannt með saurgerlamengun við strandlengjuna vegna bilunar sem varð í skólpdælustöð við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur í júní síðastliðnum. Enn hefur ekki verið komið í veg fyrir bilunina. Þá segir í fréttinni að einungis sé um eitt sýni frá því í gær að ræða. Sýnataka var endurtekin í dag en niðurstöður úr henni verða birtar á morgun, 15. júlí, eða um leið og þær berast. Þessar nýjustu niðurstöður eru frábrugðnar þeim niðurstöðum sem borist hafa en náið verður fylgst með þróun á svæðinu. Niðurstöður fyrir Nauthaulsvík nú eru ekki í samræmi við aðrar niðurstöður frá sýnatökustöðum í nágrenninnu en í Nauthólsvík mældust um 1000 saurkólígerlar í 100 millílítrum. Bent er á að gerlafjöldi á sýnatökustað við enda flugbrautar er 1/100 ml.
Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41