Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:49 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetaði í fótspor systur sinnar og stefndi ríkinu. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03