Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem liklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísir/Auðunn Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira