Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 11:45 Hanna Katrín og Ragnhildur eru á því að lögreglan eigi annað og betra skilið en hetjurnar við lyklaborðin sletti í góm og hæðist að lögreglunni. Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30