Þekktast plötusnúður græmsins á landinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. október 2017 10:00 Spooky er einn öflugasti græm plötusnúður heimsins. Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira