Lausnin sé að fækka börnum á leikskólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2017 06:00 Formaður Félags leikskólakennara segir ákvörðun borgarráðs um að veita leikskólakennurum 20 þúsund króna eingreiðslu til að mæta manneklu í leikskólum ekki leysa neinn vanda. vísir/vilhelm „Þetta leysir engan vanda til frambúðar. Ég veit að borgin gerir sér grein fyrir því,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla borgarinnar 20 þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Kostnaður við þessar eingreiðslur eru 27,3 milljónir króna auk 11 milljóna sem varið verður til sambærilegra greiðslna til starfsfólks frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Vísir/GVA„Þetta er sennilega hugsað sem umbun fyrir það álag sem hefur verið á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, inntur eftir því hvort þessir tugir milljóna fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu til hvers starfsmanns. „Önnur sveitarfélög mættu taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar að þessu leyti og veita starfsfólki umbun. Vandamálið er ekki bundið við borgina,“ segir Haraldur og bendir á að umræðu um bætt starfsumhverfi sé ekki lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu leggi leikskólakennarar áherslu á að fækka börnum í leikskólunum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Aðspurður um hvort það fari ekki á skjön við kröfur samfélagsins og áherslur stjórnmálamanna að fækka börnum á leikskólum, segir Haraldur að ekki verði bæði sleppt og haldið. „Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og of hratt til að geta staðið undir sér. Svo koma kröfur samfélagsins um að leikskólarnir taki inn yngri og yngri börn. Það hefur aukið á vandann. Það átta sig kannski ekki allir á því hvað það er stutt síðan börn voru ekkert almennt í leikskólum. Fyrir 1994 voru bara tilteknir forgangshópar sem fengu heilsdagspláss í leikskólum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Þetta leysir engan vanda til frambúðar. Ég veit að borgin gerir sér grein fyrir því,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla borgarinnar 20 þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Kostnaður við þessar eingreiðslur eru 27,3 milljónir króna auk 11 milljóna sem varið verður til sambærilegra greiðslna til starfsfólks frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Vísir/GVA„Þetta er sennilega hugsað sem umbun fyrir það álag sem hefur verið á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, inntur eftir því hvort þessir tugir milljóna fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu til hvers starfsmanns. „Önnur sveitarfélög mættu taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar að þessu leyti og veita starfsfólki umbun. Vandamálið er ekki bundið við borgina,“ segir Haraldur og bendir á að umræðu um bætt starfsumhverfi sé ekki lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu leggi leikskólakennarar áherslu á að fækka börnum í leikskólunum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Aðspurður um hvort það fari ekki á skjön við kröfur samfélagsins og áherslur stjórnmálamanna að fækka börnum á leikskólum, segir Haraldur að ekki verði bæði sleppt og haldið. „Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og of hratt til að geta staðið undir sér. Svo koma kröfur samfélagsins um að leikskólarnir taki inn yngri og yngri börn. Það hefur aukið á vandann. Það átta sig kannski ekki allir á því hvað það er stutt síðan börn voru ekkert almennt í leikskólum. Fyrir 1994 voru bara tilteknir forgangshópar sem fengu heilsdagspláss í leikskólum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira