Lausnin sé að fækka börnum á leikskólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2017 06:00 Formaður Félags leikskólakennara segir ákvörðun borgarráðs um að veita leikskólakennurum 20 þúsund króna eingreiðslu til að mæta manneklu í leikskólum ekki leysa neinn vanda. vísir/vilhelm „Þetta leysir engan vanda til frambúðar. Ég veit að borgin gerir sér grein fyrir því,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla borgarinnar 20 þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Kostnaður við þessar eingreiðslur eru 27,3 milljónir króna auk 11 milljóna sem varið verður til sambærilegra greiðslna til starfsfólks frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Vísir/GVA„Þetta er sennilega hugsað sem umbun fyrir það álag sem hefur verið á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, inntur eftir því hvort þessir tugir milljóna fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu til hvers starfsmanns. „Önnur sveitarfélög mættu taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar að þessu leyti og veita starfsfólki umbun. Vandamálið er ekki bundið við borgina,“ segir Haraldur og bendir á að umræðu um bætt starfsumhverfi sé ekki lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu leggi leikskólakennarar áherslu á að fækka börnum í leikskólunum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Aðspurður um hvort það fari ekki á skjön við kröfur samfélagsins og áherslur stjórnmálamanna að fækka börnum á leikskólum, segir Haraldur að ekki verði bæði sleppt og haldið. „Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og of hratt til að geta staðið undir sér. Svo koma kröfur samfélagsins um að leikskólarnir taki inn yngri og yngri börn. Það hefur aukið á vandann. Það átta sig kannski ekki allir á því hvað það er stutt síðan börn voru ekkert almennt í leikskólum. Fyrir 1994 voru bara tilteknir forgangshópar sem fengu heilsdagspláss í leikskólum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þetta leysir engan vanda til frambúðar. Ég veit að borgin gerir sér grein fyrir því,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla borgarinnar 20 þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Kostnaður við þessar eingreiðslur eru 27,3 milljónir króna auk 11 milljóna sem varið verður til sambærilegra greiðslna til starfsfólks frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Vísir/GVA„Þetta er sennilega hugsað sem umbun fyrir það álag sem hefur verið á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, inntur eftir því hvort þessir tugir milljóna fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu til hvers starfsmanns. „Önnur sveitarfélög mættu taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar að þessu leyti og veita starfsfólki umbun. Vandamálið er ekki bundið við borgina,“ segir Haraldur og bendir á að umræðu um bætt starfsumhverfi sé ekki lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu leggi leikskólakennarar áherslu á að fækka börnum í leikskólunum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Aðspurður um hvort það fari ekki á skjön við kröfur samfélagsins og áherslur stjórnmálamanna að fækka börnum á leikskólum, segir Haraldur að ekki verði bæði sleppt og haldið. „Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og of hratt til að geta staðið undir sér. Svo koma kröfur samfélagsins um að leikskólarnir taki inn yngri og yngri börn. Það hefur aukið á vandann. Það átta sig kannski ekki allir á því hvað það er stutt síðan börn voru ekkert almennt í leikskólum. Fyrir 1994 voru bara tilteknir forgangshópar sem fengu heilsdagspláss í leikskólum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum