Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. október 2017 19:30 Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi. Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi.
Kosningar 2017 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum