Lítið skýrðist á fundinum í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 12:47 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00
Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00