Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 11:39 Hafþór og hundurinn, pommi sem Fjallið segir að deilur hans og fyrrverandi unnustu hans snúist um. Instagram @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“ Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30