Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu. vísir/pjetur Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent