„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 16:25 Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun og fordæmir þar með lögbannið á Stundina. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það alls ekki hafa verið samkvæmt sínum óskum að sett var lögbann á fréttaflutning Stundarinnar af því sem byggði á gögnum frá Glitni. Hann segir jafnframt að út í hött sé að skrúfað fé fyrir fréttaflutning og að þessi gerningur hafi ekki komið sér vel. Hann hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og aldrei krafist þess að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Bjarni var í viðtali nú rétt í þessu við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis um þetta mál málanna, sem er lögbannskrafa Glitnis HoldCo, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu varð við, að fréttaflutningur Stundarinnar sem byggir á gögnum frá Glitni yrði stöðvaður.„Ég hef verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009 og frá haustinu 2009 hefur verið fjallað um ýmis atriði sem snerta árin frá því að ég var í viðskiptum. Oft með gögnum sem hafa leikið einhvers staðar frá. Á þessum árafjölda hafa birst hundruð frétta af ýmsu tagi. Og nú undanfarið út af þessum nýjasta fréttaflutningi, tugir frétta, ég hef aldrei, hvorki út af þessum málum sem tengjast því þegar ég var stjórnarformaður í N1, eða útaf einhverjum persónulegum fjármálum mínum, og ekki einu sinni þegar fjallað er um persónuleg mál mín sem eiga ekkert erindi við almenning, hrein persónuleg mál, hef ég aldrei farið fram á það að umræða um þau mál væru stöðvuð í fjölmiðlum. Aldrei látið það hvarfla að mér að krefjast þess að menn hættu að ræða þessi mál,“ segir Bjarni.Jón Trausti, ritstjóri ásamt fulltrúum sýslumanns í húsakynnum Stundarinnar.Lögbannið kom sér illa fyrir Bjarna Bjarni segir það eindregið sína skoðun að þegar „maður tekur að sér embætti eins og ég hef boðið mig fram til að gera, verði menn að sætta sig við að í almenni umræðu muni gilda önnur viðmið, aðrar reglur en um þá sem ekki eru í opinberu starfi, þegar kemur að opinberri umræðu. Og þess vegna vil ég að fólk átti sig á því að ég bað ekki um þetta lögbann. Það er að koma sér illa fyrir mig að lögbann hafi verið lagt á umfjöllun um mig.“Bjarni segir, án þess að hann viti hvað stóð til að skrifa næst uppúr téðum gögnum, út í hött að telja að svo sé. „Vegna þess að hafi átt að fyrirbyggja eitthvað tjón sé ég nú ekki betur en að menn hafi nú þegar nýtt sér þessi sömu gögn til að skrifa botnlaust fréttir um mig,“ segir Bjarni. Og segist oft ekki vera ánægður með fréttaflutninginn.Oft ósáttur við Stundina „Ég er ekkert sáttur við allar þessar fréttir.Mér finnst hlutir oft slitnir úr samhengi. Mér finnst að menn fari með hálfsannleik, mér finnst að menn séu með dylgjur. En ég læt það yfir mig ganga. Vegna þess að hitt er svo miklu mikilvægara, að menn hafi frelsi í þessu landi, til þess að stunda ábyrga, opna, lýðræðislega fjölmiðlun. Já, svosem mér finnst stundum að hún mætti vera vandaðri. En að vernda tjáningarfrelsið, það er eitt af þeim málefnum sem við stöndum fyrir. Við höfum barist fyrir frjálsri fjölmiðlun í þessu landi Sjálfstæðisflokkurinn og við berjumst fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum eins og tjáningarfrelsinu. Og höfum ekkert með það að gera, þetta mál, með þeim hætti sem það gerðist.“Út í hött að skrúfa fyrir fréttaflutning Útvarsmennirnir spurðu Bjarna út í það hvort hann hafi velt því fyrir sér hvaðan gögnin eru komin og hvort einhverjir óvildarmenn hans innan Glitnis hafi komið þeim á framfæri?Bjarni Ben hefur verið í raðviðtölum í dag vegna málsins.vísir/anton brink„Ég skal ekkert segja neitt um það. Mér finnst það vera önnur umræða. Það sem mér finnst skipta máli hér er og við erum að ræða, er þetta lögbann. Ég bað ekki um þetta lögbann, mér finnst það í raun og veru út í hött að það sé verið að skrúfa fyrir fréttaflutning úr þessum gögnum hvað mig sjálfan snertir.“Til óþurftar fyrir sig og samfélagið allt Bjarni segist ekki tala fyrir þúsundir manna annarra sem samkvæmt fréttum komi fyrir í gögnunum. Og vill ekki gera lítið úr því þó einhverjir kunni að vilja vernda hagsmuni þeirra. „Það kunna að vera góðar ástæður til þess. Og það verða aðrir að tala fyrir þeim. En þegar kemur að mér sjálfum verð ég bara að segja að það er dálítið út í hött að það sé verið að hjálpa mér með þessu. Þvert á móti er bara verið að þvæla umræðuna hér í aðdraganda kosninga þegar við ættum að vera að horfa fram veginn,“ segir Bjarni sem ítrekar að þetta mál sé til óþurftar fyrir sig og reyndar samfélagið allt þegar það ætti að vera að ræða mikilvægari mál í aðdraganda kosninga. Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það alls ekki hafa verið samkvæmt sínum óskum að sett var lögbann á fréttaflutning Stundarinnar af því sem byggði á gögnum frá Glitni. Hann segir jafnframt að út í hött sé að skrúfað fé fyrir fréttaflutning og að þessi gerningur hafi ekki komið sér vel. Hann hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og aldrei krafist þess að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Bjarni var í viðtali nú rétt í þessu við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis um þetta mál málanna, sem er lögbannskrafa Glitnis HoldCo, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu varð við, að fréttaflutningur Stundarinnar sem byggir á gögnum frá Glitni yrði stöðvaður.„Ég hef verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009 og frá haustinu 2009 hefur verið fjallað um ýmis atriði sem snerta árin frá því að ég var í viðskiptum. Oft með gögnum sem hafa leikið einhvers staðar frá. Á þessum árafjölda hafa birst hundruð frétta af ýmsu tagi. Og nú undanfarið út af þessum nýjasta fréttaflutningi, tugir frétta, ég hef aldrei, hvorki út af þessum málum sem tengjast því þegar ég var stjórnarformaður í N1, eða útaf einhverjum persónulegum fjármálum mínum, og ekki einu sinni þegar fjallað er um persónuleg mál mín sem eiga ekkert erindi við almenning, hrein persónuleg mál, hef ég aldrei farið fram á það að umræða um þau mál væru stöðvuð í fjölmiðlum. Aldrei látið það hvarfla að mér að krefjast þess að menn hættu að ræða þessi mál,“ segir Bjarni.Jón Trausti, ritstjóri ásamt fulltrúum sýslumanns í húsakynnum Stundarinnar.Lögbannið kom sér illa fyrir Bjarna Bjarni segir það eindregið sína skoðun að þegar „maður tekur að sér embætti eins og ég hef boðið mig fram til að gera, verði menn að sætta sig við að í almenni umræðu muni gilda önnur viðmið, aðrar reglur en um þá sem ekki eru í opinberu starfi, þegar kemur að opinberri umræðu. Og þess vegna vil ég að fólk átti sig á því að ég bað ekki um þetta lögbann. Það er að koma sér illa fyrir mig að lögbann hafi verið lagt á umfjöllun um mig.“Bjarni segir, án þess að hann viti hvað stóð til að skrifa næst uppúr téðum gögnum, út í hött að telja að svo sé. „Vegna þess að hafi átt að fyrirbyggja eitthvað tjón sé ég nú ekki betur en að menn hafi nú þegar nýtt sér þessi sömu gögn til að skrifa botnlaust fréttir um mig,“ segir Bjarni. Og segist oft ekki vera ánægður með fréttaflutninginn.Oft ósáttur við Stundina „Ég er ekkert sáttur við allar þessar fréttir.Mér finnst hlutir oft slitnir úr samhengi. Mér finnst að menn fari með hálfsannleik, mér finnst að menn séu með dylgjur. En ég læt það yfir mig ganga. Vegna þess að hitt er svo miklu mikilvægara, að menn hafi frelsi í þessu landi, til þess að stunda ábyrga, opna, lýðræðislega fjölmiðlun. Já, svosem mér finnst stundum að hún mætti vera vandaðri. En að vernda tjáningarfrelsið, það er eitt af þeim málefnum sem við stöndum fyrir. Við höfum barist fyrir frjálsri fjölmiðlun í þessu landi Sjálfstæðisflokkurinn og við berjumst fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum eins og tjáningarfrelsinu. Og höfum ekkert með það að gera, þetta mál, með þeim hætti sem það gerðist.“Út í hött að skrúfa fyrir fréttaflutning Útvarsmennirnir spurðu Bjarna út í það hvort hann hafi velt því fyrir sér hvaðan gögnin eru komin og hvort einhverjir óvildarmenn hans innan Glitnis hafi komið þeim á framfæri?Bjarni Ben hefur verið í raðviðtölum í dag vegna málsins.vísir/anton brink„Ég skal ekkert segja neitt um það. Mér finnst það vera önnur umræða. Það sem mér finnst skipta máli hér er og við erum að ræða, er þetta lögbann. Ég bað ekki um þetta lögbann, mér finnst það í raun og veru út í hött að það sé verið að skrúfa fyrir fréttaflutning úr þessum gögnum hvað mig sjálfan snertir.“Til óþurftar fyrir sig og samfélagið allt Bjarni segist ekki tala fyrir þúsundir manna annarra sem samkvæmt fréttum komi fyrir í gögnunum. Og vill ekki gera lítið úr því þó einhverjir kunni að vilja vernda hagsmuni þeirra. „Það kunna að vera góðar ástæður til þess. Og það verða aðrir að tala fyrir þeim. En þegar kemur að mér sjálfum verð ég bara að segja að það er dálítið út í hött að það sé verið að hjálpa mér með þessu. Þvert á móti er bara verið að þvæla umræðuna hér í aðdraganda kosninga þegar við ættum að vera að horfa fram veginn,“ segir Bjarni sem ítrekar að þetta mál sé til óþurftar fyrir sig og reyndar samfélagið allt þegar það ætti að vera að ræða mikilvægari mál í aðdraganda kosninga.
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39