Hafnarfjarðarbær hættir að kaupa skólamáltíðir af ISS Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 20:00 Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira