Hafnarfjarðarbær hættir að kaupa skólamáltíðir af ISS Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 20:00 Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira