Hafnarfjarðarbær hættir að kaupa skólamáltíðir af ISS Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 20:00 Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Í undirbúningi er að Hafnarfjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið ISS um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. En í haust var viðskiptum bæjarins við fyrirtækið, vegna þjónustu við eldri borgara hætt, vegna mikilla kvartana undan matnum. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta keypti starfsemi ISS á Íslandi í desember 2016, en fyrirtækið er alþjóðlegt í rekstri fasteigna, veitinga, ræstinga og stoðþjónustu. Kaupunum var að fullu lokið í maí á þessu ári. Meðal eigenda í starfsemi fyrirtækisins á Íslandi eru bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, faðir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjarðarbær gekk til tveggja samninga við fyrirtækið eftir útboð í fyrra um skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla í bænum og um máltíðir fyrir heimili aldraðra við Hjallabraut og Sólvangsveg sem og heimsendar máltíðir fyrir eldri borgara.Benedikt og Einar Sveinssynir.Mikillar óánægju gætti með matinn frá ISS meðal eldri borgara á tveimur dvalarheimilum í Hafnarfirði og eins í heimaþjónustunni og var viðskiptum við ISS hætt í ágústmánuði fyrir þá. En óánægjan er engu minni í leik- og grunnskólum bæjarins og nú stefnir í að þjónustunni verði hætt við þá um næstu mánaðamót. „Við erum búin að standa núna í nokkrar vikur í samtali við verktakann og það gerðist á föstudaginn að við náðum munnlegu samkomulagi á milli okkar um að ljúka þessu samstarfi. En við eigum eftir að ganga frá öllum formsatriðum um hvernig það verður gert og svo framvegis,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir króna og reiknað er með að annar aðili gangi inn í hann vegna mikilla kvartana yfir matnum. „Menn hætta ekki í samstarfi nema af einhverjum ástæðum. Þetta eru meðal annars þær ástæður sem við horfum til þegar við tökum þessa ákvörðun. En auðvitað höfum við alltaf nemendur skólanna og skólastarfið að leiðarljósi í þessum málum okkar,“ segir Haraldur.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira