Píratar opna fyrir fjárlagatillögur sínar og kynna áherslumál Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 19:30 Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira