Sveitarfélögin ekki sammála um akstur næturstrætós um helgar Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að boðað verði til nýs fundar hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Vísir/eyþór Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki sammála um að veita auknu fé til reksturs Strætós þannig að hægt verði að stórbæta þjónustuna á næsta ári. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, en fulltrúar sveitarfélaganna hittust á fundi á mánudag til að ræða málið. Boðað verður til nýs fundar á næstu dögum. Stjórn Strætó samþykkti í lok síðasta mánaðar að vagnar myndu ganga til eitt á kvöldin, strætó muni ganga á næturnar um helgar og ekki yrði dregið úr þjónustu yfir sumartímann. Þá ætti leið 6, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, að ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum, auk þess að Strætó myndi bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna. Heiða Björg segir að einhver sveitarfélögin hafi viljað annan fund þar sem farið yrði dýpra í málið. „Það var ákveðið að hafa annan fund þar sem við getum komið með betur útfærðar tillögur. Fundurinn verður mjög fljótlega þar sem sveitarfélög eru að ganga frá fjármálaáætlun þessa dagana.“ Hún segist vonast til að ekki þurfi að draga úr þeim tillögum sem stjórn Strætó hefur samþykkt. „Við vonum ennþá að þetta náist. Við erum að vinna að því að okkar áherslur nái fram að ganga. En auðvitað verða að vera til peningar fyrir því,“ segir Heiða Björg, sem kveðst þó bjartsýn á að samkomulag náist. Samgöngur Tengdar fréttir Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki sammála um að veita auknu fé til reksturs Strætós þannig að hægt verði að stórbæta þjónustuna á næsta ári. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, en fulltrúar sveitarfélaganna hittust á fundi á mánudag til að ræða málið. Boðað verður til nýs fundar á næstu dögum. Stjórn Strætó samþykkti í lok síðasta mánaðar að vagnar myndu ganga til eitt á kvöldin, strætó muni ganga á næturnar um helgar og ekki yrði dregið úr þjónustu yfir sumartímann. Þá ætti leið 6, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, að ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum, auk þess að Strætó myndi bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna. Heiða Björg segir að einhver sveitarfélögin hafi viljað annan fund þar sem farið yrði dýpra í málið. „Það var ákveðið að hafa annan fund þar sem við getum komið með betur útfærðar tillögur. Fundurinn verður mjög fljótlega þar sem sveitarfélög eru að ganga frá fjármálaáætlun þessa dagana.“ Hún segist vonast til að ekki þurfi að draga úr þeim tillögum sem stjórn Strætó hefur samþykkt. „Við vonum ennþá að þetta náist. Við erum að vinna að því að okkar áherslur nái fram að ganga. En auðvitað verða að vera til peningar fyrir því,“ segir Heiða Björg, sem kveðst þó bjartsýn á að samkomulag náist.
Samgöngur Tengdar fréttir Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26