FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar Sæunn Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Runólfur Ólafsson segir að á einu ári hafi vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent. Fréttablaðið/Auðunn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira