Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Það er víðsýnt af Skálafelli. Hér er litið til höfuðborgarinnar. Vísir/GVA Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira