Var ýtt til hliðar af ótta við Sjálfstæðismenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Birgitta Jónsdóttir fékk ekki heiðurssæti á lista fyrir síðustu kosningar. Vísir/Laufey „Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
„Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira