Var ýtt til hliðar af ótta við Sjálfstæðismenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Birgitta Jónsdóttir fékk ekki heiðurssæti á lista fyrir síðustu kosningar. Vísir/Laufey „Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég var hreinsuð út og var náttúrlega ekkert í þessum kosningaham Pírata. Ég held að það hafi verið út af ótta við Sjálfstæðisflokkinn, eða mér skildist það. Það var eina skýringin sem ég fékk,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar var ákveðið að Birgitta yrði ekki í heiðurssæti á framboðslista Pírata. Birgitta segist hafa frétt það á kjördegi að ástæðan hefði verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra, ef hún yrði í heiðurssætinu. Birgitta segist ekki vera sár yfir þessu. „Ekki lengur. Ég var pínu sár þegar ég heyrði þetta,“ segir hún. Birgitta, sem er einn af stofnfélögum Pírata, segist stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja upp stjórnmálahreyfinguna. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært legacy,“ segir Birgitta og segist mjög stolt yfir því að hafa tekið þátt í að búa til svoleiðis. Píratar eru aðilar að fjögurra flokka stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Birgitta segist ekki vita nógu mikið til að hafa afgerandi skoðun á þeim stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sé ekki aðili að stjórnarmyndunarviðræðunum og sé ekki að skipta sér af. Hún óskar Pírötum á þingi velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðunum. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að innan þeirra flokka sem eiga aðild að stjórnarmyndunarviðræðunum hafi áhyggjum verið lýst af reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata. Þetta finnst Birgittu ósanngjarnar athugasemdir. Í síðustu ríkisstjórn voru allmargir sem höfðu aldrei setið á þingi. „Það hafa allir Píratar núna setið á þingi þó það sé misjafnlega lengi. Við erum með stífar reglur um að bera hluti undir grasrótina. Það getur ekki átt sér stað á einum degi eins og hjá öðrum flokkum. Þannig að allar þær áhyggjur sem hafa verið settar fram eiga nú frekar við hjá öðrum flokkum. Og varðandi reynsluleysið, ímyndaðu þér þá hvað hefði gerst ef Miðflokkurinn og Flokkur fólksins færu inn á þing. Hvað hefur mikið af fólki þar setið áður á þingi? Og formaður annars flokksins mætti aldrei í vinnuna,“ segir Birgitta og bætir við að þessi orðræða gagnvart félögum hennar sé ósanngjörn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira