Katrín segir ágætis samtal í gangi í viðræðunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 19:00 Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata var áframhaldið í dag. Fulltrúar flokkanna funduðu á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti og segist Katrín Jakobsdóttir vera hóflega bjartsýn eftir daginn. Fulltrúar flokkanna funduðu á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, frá klukkan tíu til fjögur í gær og í dag var viðræðunum haldið áfram þar sem frá var horfið. Fundurinn hófst á skrifstofu Vinstri Grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö og lauk núna síðdegis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, fékk stjórnarmyndunarumboðið á fimmtudag eftir að formenn flokkanna sammæltust um að hefja formlegar viðræður. Ef þau ná saman mynda þau minnsta mögulega meirihluta á Alþingi með 32 þingmenn. Viðræðunum verður haldið áfram á morgun og mun Katrín upplýsa forsetann um gang mála á morgun eða á mánudag. Katrín segir að farið hafi verið yfir stóru línurnar í dag, líkt og í gær. „Í gær vorum við mikið að ræða þessi stóru uppbyggingarmál; heilbrigðismál, menntamál, samgöngur og fleira, ríkisfjármál næstu ára. Í dag vorum við hins vegar að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði, kjör aldraðra og öryrkja og fleira. Þannig við erum enn bara að ljúka þessari yfirferð yfir stóru línurnar," segir Katrín.Eruð þið að nálgast einhverja niðurstöðu?„Við munum væntanlega á morgun öll gera grein fyrir stöðu mála í okkar þingflokkum en eins og ég hef sagt að þá ættu línurnar að skýrast um og upp úr helgi, sem sagt á mánudaginn," segir Katrín. Áhyggjur af naumum meirihluta hafa komið fram í viðræðunum að sögn Katrínar og hún bendir á að flokkarnir séu ósammála um ýmis stór mál. „Það liggur fyrir að allir munu þurfa að gefa mikið eftir. Ekki bara innan stjórnarinnar heldur þarf líka að huga að breiðari samstöðu, inni á Alþingi og úti í samfélaginu," segir Katrín. Ertu bjartsýn á að þetta gangi upp?„Þetta er ágætis gangur í þessu og ágætis samtal sem er í gangi, þannig ég er áfram hóflega bjartsýn," segir Katrín.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira