Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2017 10:40 Formaður verkalýðsfélagsins tók á móti Sigurfara GK í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi. víkurfréttir/hilmar „Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
„Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11
Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34
Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00